Keypti brúðarkjól fyrir ókunnuga konu

Ljósmynd: NME

Stjörnufréttir Evu Ruzu: 

Missy Elliott er one golden lady!

Kona að nafni Ireanna henti frá sér saklausu tísti þar sem hún sagði frá því að hún væri á leiðinni upp að altarinu, og væri að kaupa sér hús á sama tíma.

Það væri erfitt en hún væri að reyna að spara til að geta keypt sér draumadressið.

Allt í einu mætti Missy Elliott á fullri ferð inn í kommentakerfið hjá henni þar sem hún óskaði henni til hamingju með allt saman.

Ireanna varð að sjálfsögðu mjög hissa, þakkaði fyrir fallega kveðju og bauð henni í brúðkaupið sitt – sem er náttúrlega eina vitið að gera þegar Missy mætir óvart til manns á Twitter.

Missy hætti ekki þarna, heldur lét það fylgja með að hún væri nú þegar búin að borga draumakjólinn fyrir hana, sem kostaði 1.300 dollara.

Vá! Þarna fékk Missy 1.300 karmastig í bankann. 

Miðað við viðbrögð verðandi brúðar hefði kveðjan verið meira en nóg, en 1.300 dollarar frá Missy í kaupbæti er alveg next level hamingja get ég ímyndað mér!

mbl.is

#taktubetrimyndir