12 ára drengur safnar fyrir fórnarlömb Derecho

Ljósmynd: Skjáskot/Instagram

Hinn 12 ára gamli Tommy Rhomberg er búsettur í Iowa, Bandaríkjunum og þrátt fyrir ungan aldur hefur honum heldur betur tekist að hafa áhrif á samfélag sitt.

Heimabær hans lenti í miklu höggi síðastliðinn ágúst þegar Derecho-stormurinn reið yfir og skildi heilu heimilin eftir í rúst.

Stormurinn skildi einnig eftir sig heilmikið af trjágreinum á víðavangi og ákvað Tommy að skapa eitthvað jákvætt út frá því.

Hann hannaði hafnaboltakylfur úr lausavið sem hann fann úti og með hjálp fjölskyldu sinnar hefur honum tekist að selja 100 kylfur og safnað um 3.500 dollurum eða tæpum 500 þúsund íslenskum krónum til stuðnings fórnarlömbum stormsins.

Yfir 150 eru nú á biðlista hjá Tommy eftir kylfum og hafa þær algjörlega slegið í gegn. Fallegt, uppbyggilegt og skemmtilegt framtak.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist