Veganmatreiðsluþættir fyrir börn

Ljósmynd: Instagram

Tólf ára strákur byrjar með veganmatreiðsluþátt á sjónvarpsstöð fyrir börn.

Hinn tólf ára gamli Omari McQueen hefur vakið mikla athygli sem vegankokkur og hefur hann meðal annars unnið til verðlauna.

Hann byrjaði með matreiðsluþætti á YouTube þar sem hann bakaði meðal annars veganpítsu og þróaði sína eigin veganvöru sem hann kallar „Dipalicious“.

Ásamt því hefur hann skrifað matreiðslubókina Omari's Best Bites, eða bestu bitar Omaris, sem kemur út á næsta ári.

Nú hefur hann skrifað undir samning við sjónvarpsstöðina CBBC, sem er sjónvarpsstöð fyrir börn, og kemur til með að vera með veganmatreiðsluþætti þar sem hann sýnir fjölbreyttar og skemmtilegar veganuppskriftir.

Þættirnir eru stuttir og laggóðir, sjö mínútur hver, og eru sýndir á sunnudögum í hverri viku. Omari vonast til þess að geta hvatt fleiri til þess að prófa sig áfram í veganréttum og fikrað sig í átt að vistvænni lífsstíl.

Virkilega skemmtilegt framtak, það er alltaf gaman að hrista upp í eldamennskunni og ég hlakka til að fylgjast með og prófa jafnvel nokkra nýja rétti!

Frétt frá Plantbasednews.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist