Metfjöldi bingóvinninga rauk út

Sigurður Þorri Gunnarsson stýrir bingóinu í gær.
Sigurður Þorri Gunnarsson stýrir bingóinu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum bara orðlaus yfir viðtökum landans. Það hefur gripið um sig bingóæði,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á K100, um bingó sem hann stýrði ásamt Evu Ruzu á mbl.is og á rás 9 hjá Símanum í gærkvöldi.

Metfjöldi vinninga rauk út í bingóinu en aðalvinningurinn var Samsung Galaxy-sími af tegundinni S20 FE og segir Sigurður, sem betur er þekktur sem Siggi Gunnars, að Berglind Helgadóttir sem vann símann hafi að vonum verið hæstánægð með vinninginn.

„Öll fjölskyldan hennar spilaði með svo það var mikil spenna,“ segir Siggi, sem er í skýjunum með kvöldið.

„Það var frábær stemning. Bríet, vinsælasta tónlistarkona landsins, var gestur þáttarins. Hún flutti tvö lög.“

Þetta var í fjórða sinn sem bingóið var haldið og þurfa landsmenn ekki að örvænta því fram undan eru þó nokkur bingókvöld undir stjórn Sigga og Evu. „Við erum hvergi bangin og keyrum af stað með bingó í næstu viku og munum gera þetta alla fimmtudaga fram að jólum,“ segir Siggi að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist