Margir ósáttir við að Cardi B. var valin „kona ársins“

Cardi B.
Cardi B. mbl.is/AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu: 

Cardi B. var nýlega valin „kona ársins“ af tónlistarlistanum Billboard.

Fólk er ekki alveg sammála þeim dómi og hefur verið að láta í sér heyra á Twitter, auðvitað!

Cardi hefur að sjálfsögðu engan tíma fyrir „all the haters“ og hefur svo sannarlega svarað fyrir sig eins og henni einni er lagið.

Hún notar að vísu fullt af dramatískum og ljótum orðum sem ég ætla ekki að hafa eftir, en í grófum dráttum segir hún: „Fyrir ykkur grenjuskjóðurnar sem eruð að væla. Ég á aðallagið „bíííb“, mest selda lagið „bíbb“, lagið sem er með mesta streymið „bíbb“, lagið sem náði sex sinnum platínusölu á þremur mánuðum og ég átti lagið sem amma ykkar sveiflaði „bíbb“ við á TikTok.

Á Cardi þar að sjálfsögðu við lagið „WAP“ sem lét fólk taka andköf mjög reglulega þegar það kom fyrst út.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist