Kenndi skólasystur sinni um að hafa prumpað

Ivanka Trump og Donald Trump sjást hér ávarpa samkomu íGranite …
Ivanka Trump og Donald Trump sjást hér ávarpa samkomu íGranite City í Illinois. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Gömul vinkona Ivönku Trump skrifaði Vanity Fair bréf á þriðjudaginn þar sem hún lét allt um vinskap þeirra flakka.

Lysandra þessi var meðal annars brúðarmey í brúðkaupi Ivönku og eiginmanns hennar Jareds Kushners. Vinskapurinn dó reyndar nokkru seinna þar sem Ivanka sýndi starfi vinkonu sinnar lítinn áhuga.

Lysandra segir að það sé kominn tími til að svipta hulunni af Ivönku. Hún segir að Ivanka hafi virst vera algjör engill og ljúf en undir niðri hafi hún verið snobbuð og hugsað um lítið annað en peninga líkt og faðir hennar.

Fyrsta minning Lysöndru af Ivönku var þegar Ivanka kenndi skólasystur þeirra um að hafa prumpað.

„Vá, ég bjóst ekki við þessu en ok. Ég hefði bara neitað ... Það hefði verið sniðugra en að kenna öðrum um. Þá fatta allir að maður sjálfur var að prumpa. En Ivanka prumpar kannski ekki!“

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist