Dreifir jákvæðni með handahófskenndum góðverkum

Ljósmynd: Skjáskot/TikTok

Ég rakst á virkilega falleg og skemmtileg myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok undir aðganginum @jamavid.

Maðurinn Jama, sem stjórnar aðganginum, gefur gjarnan ókunnugum konum á förnum vegi blómvönd og óskar þeim góðs dags, til þess að dreifa jákvæðni og krafti gleðinnar með handahófskenndum góðverkum.

Viðbrögðin eru almennt ótrúlega góð og táraðist ein konan af gleði. Hún sagðist hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika undanfarið og þessi blómvöndur hefði glatt hjarta sitt mikið.

Jama spyr hverja og eina konu sem hann gefur blómvönd hvort það sé í lagi að hann birti myndband af þeim því hann haldi að hamingjan sé smitandi og fólk hafi gott af því að sjá einlægni og gleði á samfélagsmiðlum.

Þær hafa allar tekið mjög vel í það hingað til og finnst mér þetta alveg frábært framtak.

Ég elska blóm og hef ótrúlega gaman af ferskum blómvendi inn á heimilið með sinni lífrænu fegurð. Gleði og jákvæðni eru ótrúlega kraftmikil öfl og geta svo sannarlega dreift sér víða.

@jamavid

This lady really needed these flowers 🥰🥰🥰🙏❤️ @jwk_0521 🙏 you are amazing💐 ##fyp ##foryoupage ##foryou ##flowerdave ##happiness ##smile ##love

♬ original sound - Jamavid
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist