Virðir hinstu ósk eiginkonunnar

Maður að nafni James Blackwood heldur uppi youtubesíðu þar sem hann deilir gjarnan myndböndum af sér og þvottabjörnum og þar kallar hann sjálfan sig þvottabjarnahvíslarann.

Nýlegt myndband hans fór sem eldur í sinu um netið og hefur fengið yfir sex milljón áhorf.

Í 25 ár hefur Blackwood hugsað vel um þvottabirnina og gefið þeim að éta, en hann og kona hans gerðu það saman í mörg ár.

Hún lést því miður árið 2003 og var það hennar hinsta ósk að eiginmaðurinn héldi áfram að hugsa vel um þvottabirnina, ásamt tveimur köttum sem þau áttu.

Blackwood birti myndband af sér þar sem hann gefur hópi þvottabjarna að éta og skrifar að þetta hafi verið verkefni konu sinnar, sem hann heldur áfram að heiðra.

Hann gefur þvottabjörnunum gjarnan pylsur í aðalrétt og súkkulaðismákökur í eftirrétt. Að lokum fá þér svo fötu af hundamat og virðast mjög sáttir með þessa veislu.

Eftir myndbandið fékk hann heilmikið af skilaboðum þar sem margir vildu senda gjafir og peningastyrki en hann afþakkaði það pent og benti áhorfendum á að styrkja frekar dýrasamtök í hverfum sínum.

Hafa þó ótal margir sent honum falleg skilaboð og virðast þessi einlægu myndbönd Blackwoods gleðja marga.

Frétt frá Tanksgoodnews.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist