Siggi og Eva bjóða í bingó á mbl.is í kvöld

Eva Ruza.
Eva Ruza.

Fjölskyldubingó mbl.is verður haldið í fjórða sinn í kvöld klukkan 19:00. Þar færa þau Siggi Gunnars og Eva Ruza fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu. Söngkonan Bríet mætir sem gestur og ætlar að syngja fyrir þátttakendur í þetta skiptið.

Aðalvinningur kvöldsins er Samsung Galaxy-sími af tegundinni S20 FE en ásamt honum verður fjöldi gjafabréfa og ógrynni af ýmsum öðrum glæsilegum vinningum í boði.

Þá verður tekið í notkun myllumerkið #mblbingo og hvetja bingóstjórarnir fólk til þess að deila myndum á instagram með myllumerkinu.

„Mig langar að fá aðstoð hjá áhorfendum við að finna upp á einhverju sniðugu til að segja og ætla ég að byrja á b-röðinni. Það verður hægt að gera það í gegnum facebook en líka undir myllumerkinu #mblbingo ef menn eru á twitter,“ segir Siggi, sem er greinilega orðinn mjög spenntur fyrir kvöldinu.

Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á  bingo@mbl.is  

mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »