Rapparinn Tyga er ekki vinsæll um þessar mundir fyrir hegðun sína. Hann dældi á miðvikudaginn inn myndböndum á instagrammið sitt frá skemmtistað í Flórída. Þar lét hann hundruðum dollara rigna yfir fáklæddar konur og miðað við fjörið mætti halda að ekkert Covid-ástand væri í gangi.
Þrátt fyrir að kórónuveirutilfellum fjölgi enn vestanhafs virðist það ekki ætla að stoppa suma í að djamma.
Stutt er til dæmis síðan Cardi B. fékk að heyra það fyrir að halda upp á afmælið sitt með stæl.