Gaf vinum sínum eina milljón bandaríkjadala

TIZIANA FABI

Stjörnufréttir Evu Ruzu: 

Það borgar sig að vera vinur George Clooneys. Hann staðfesti loksins sögu sem hefur verið á sveimi síðan árið 2017.

Sagan snerist um það að Goggi hefði gefið fjórtán vinum sínum eina milljón bandaríkjadala.

George sagði að á þessum tíma hefði hann verið „single“ og hugsað með sér: „Ef ég lendi fyrir strætó á morgun, þá eru þeir allir í erfðaskránni ... En af hverju á ég að bíða eftir því að strætóinn keyri á mig?“

Hann leigði stóran blómabíl og fór ásamt nokkrum öryggisvörðum með fjórtán töskur í bankann, fyllti hverja og eina þeirra með einni milljón caaaash og gaf vinum sínum.

Ég held að George sé mesti snillingurinn af þeim öllum í Holly.

Sprelligosi, ljúfur, blíður, gjafmildur eins og þessi saga sannar – OG MYNDARLEGUR! Some people just have it all!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist