Yfirvofandi sælgætisskortur fyrir jólin

mbl.is/Sigurgeir

Þóra Sigurðardóttir sem sér um matarvef Morgunblaðsins mætti í viðtal í Ísland vaknar og ræddi þar við þau um mögulegan skort á sælgæti fyrir jólin.

„Ég er að skrifa stórfrétt þessa dagana og það eru stórfréttir úr heimi íslensks sælgætis og mögulega yfirvofandi skorts sem að gæti orðið í aðdraganda jóla út af takmörkunum í framleiðslugetu. Það er náttúrulega ekki hægt að framleiða á fullri getu þegar það mega bara vera tíu saman. Þannig að þetta er í kortunum og þetta eru sláandi fréttir,“ segir Þóra.

Þóra Sigurðardóttir
Þóra Sigurðardóttir Ljósmynd: Íris Dögg Einarsdóttir

„En við höfum núna tækifæri til þess að bregðast við og hamstra það sem við þurfum að hamstra,“ segir hún.

Nánar verður hægt að lesa um yfirvofandi sælgætisskort á landinu í Morgunblaðinu á morgun, fimmtudaginn 19. nóvember.

Þóra hvetur Íslendinga til þess að styðja við íslenska framleiðslu meðal annars með því að kaupa gjafabréf á íslenskum veitingastöðum.

Viðtalið við Þóru er hægt að hluta á í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist