Skjaldbaka og hundur spila fótbolta

Skemmtileg dýramyndbönd geta svo sannarlega glatt og búa yfir ómældum krúttlegheitum sem er gaman að gleyma sér stundarkorn yfir.

Ég rakst á myndband af óhefðbundnum fótboltaleik sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt. Vanalega ligg ég ekki endilega yfir fótboltanum, en þegar skjaldbaka og hundur keppa við hvort annað þá er athygli minni náð.

Fjölskylda í Belgíu á nefnilega bæði hund og skjaldböku sem heimilisdýr og eru þau perluvinir. Skjaldbakan fékk nafnið Jaguar vegna þess að hún er óvenjuhröð og -hress og gefur hún ekkert eftir þegar hún hleypur á eftir boltanum og leikur sér við hundinn.

Vináttunni eru engin takmörk sett og við erum stöðugt minnt á það!mbl.is