Frítt núvitundarnámskeið í boði Goldie Hawn

Ljósmynd: Mike Windle

Leikkonan Goldie Hawn býður nú upp á núvitundarprógramm á netinu sem börn og fullorðnir geta sótt að kostnaðarlausu og nálgast hvaða tíma sólarhrings sem er.

The Goldie Hawn Foundation byrjaði með núvitundaræfingaplanið MindUp fyrir rúmum 16 árum og hefur það gjarnan verið notað í skólum og reynst nemendum vel.

Nú þegar ótalmargir vinna heima fyrir ákváðu þau að veita fólki ókeypis aðgang þar sem hægt er að sækja 5 mínútna æfingar sem eiga að hjálpa til við einbeitingu, samkennd, bjartsýni og þrautseigju.

Er þetta sérstaklega hannað fyrir yngri kynslóðina en er þó öllum velkomið að taka þátt. Núvitund getur hjálpað okkur að takast á við erfiðar tilfinningar á erfiðum tímum og er þetta frábært framtak. Lífið er jú núna!

Frétt frá Goodnewsnetwork.

mbl.is

#taktubetrimyndir