Ellen rís upp úr öskunni

AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Fólkið hefur talað og það stendur þétt við bakið á Ellen. Það sannaðist á sunnudagskvöldið síðastliðið þegar Ellen tók á móti verðlaunum fyrir besta spjallþátttinn á People's Choice Awards sem haldinn var vestanhafs.

Ellen sem hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl fékk á baukinn í sumar þegar kom í ljós eitrað vinnuumhverfi í kringum þáttinn hennar „Ellen“. 

Vildu margir sjá Ellen hætta eftir að skandallinn kom í ljós en Ellen virðist hafa náð að snúa fólki aftur á sitt band, því hún vann verðlaunin með miklum meirihluta aðkvæða.

Ellen sagðist ekki vera að taka á móti þeim fyrir sjálfa sig, heldur allt það frábæra fólk sem kemur að þáttunum hennar.

Einnig þakkaði hún sérstaklega aðdáendum sínum fyrir að standa með henni og tek ég þær þakkir sérstaklega til mín. Sem mikill Ellen-aðdáandi þá er ég ánægð að sjá skvís rísa upp úr öskunni sem hún var svona semi búin að þjappa sér ofan í.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir