„Aðgerðastefna er leynihráefnið í uppskriftinni“  

La Morada er lítill mexíkóskur veitingastaður í Suður-Bronx sem er þekktur fyrir mjög góðan mat og hefur meðal annars fengið Michelin-viðurkenningu.

Í Covid hefur La Morada einnig starfað sem svokallað súpueldhús þar sem þau styðja við þá sem eru atvinnulausir og í fjárhagsörðugleikum með fríum mat.

Réttir dagsins eru fjölbreyttir og gómsætir en á hverjum degi gefa þau um 650 máltíðir. Eigendurnir eru eldri hjón og reka veitingastaðinn ásamt dóttur sinni Yajaira Saavedra og hafa þau verið miklir aðgerðasinnar í gegnum tíðina um hin ýmsu mikilvægu málefni.

Þau segja enn fremur að aðgerðastefna sé leynihráefnið í ljúffengum uppskriftum þeirra. Frábært framtak og við sjáum enn og aftur hvað samstaðan er falleg og mikilvæg.

Frétt frá Today.com.

 

mbl.is