Var orðin mjög þögul fyrir framan skjáinn

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að undanfarnar þrjár vikur hefur verið haldin sannkölluð fjölskyldustund á mbl.is þar sem Siggi Gunnars hefur stýrt bingókvöldum öll fimmtudagskvöld í beinni útsendingu.

Á fimmtudaginn sótti Kristján Jóhannsson einn af aðalvinningum Bingósins sem eiginkona hans Svanhildur Eiríksdóttir var svo heppin að næla sér í.

Kristján hafði orð á því við starfsmann Morgunblaðsins að konan hans hefði skyndilega verið orðin mjög þögul fyrir framan skjáinn sem honum þótti skrítið. Í ljós kom að hún var orðin ansi nálægt því að fá bingó.

Við óskum hjónunum innilega til hamingju með vinninginn sem kemur sér vonandi afskaplega vel á þessum skrítnu tímum.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist