Hreimur leggur öll spilin á borðið

Hreimur Heimisson söngvari.
Hreimur Heimisson söngvari. Ljósmynd/Aðsend

Hreimur Örn Heimisson söngvari er að gefa út nýja plötu á sunnudaginn næstkomandi á Spotify. Platan kemur svo út á vínyl í byrjun desember og segist Hreimur nú þegar vera byrjaður að taka pantanir.

Í viðtali við þá Sigga Gunnars og Loga Bergmann í Síðdegisþættinum segir Hreimur mikið vera búið að breytast frá því hann byrjaði í tónlistarbransanum.

„Ég man ég var með Orbitel-símann minn, þar sem þú þurftir alltaf að draga loftnetið út og hringdi reglulega í þá Eið og Höskuld hjá Skífunni og spurði hvort ég ætti ekki að koma og líma á plöturnar svona inniheldur meðal annars: „Vöðvastæltur,“ „Ástarfár,“ „Dreymir,“ hvort að það væri ekki svona til að auka á vegferð plötunnar og það var mjög góð hugmynd,“ segir hann og hlær.

Hreimur Örn Heimisson.
Hreimur Örn Heimisson.

Hreimur gaf síðast út sólóplötu fyrir átta árum og ber nýjasta plata hans nafnið „Skilaboðin mín“.

„Það er einmitt titillagið sem við erum að fara að láta hljóma og þetta er í rauninni tiltekt hjá sjálfum mér og lög sem eru samin allt frá ´96 og til dagsins í dag. Svona hitt og þetta og ég í raun vel lögin á þessa plötu til þess að búa til flotta heild. Ég á alveg mikið af lögum og meðal annars er lag á plötunni „Dag einn“ og það lag kom til greina sem þjóðhátíðarlag árið 2002,“ segir Hreimur.

Hreimur segist reyna að koma jákvæðum skilaboðum frá sér með útgáfu plötunnar. Í titillaginu segist hann leggja öll spilin á borðið og það innihaldi mikið af tilfinningum.

Viðtalið við Hreim má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is