Héldu frumsýningarpartí í tilefni The Crown

Dj Dóra Júlía
Dj Dóra Júlía Elsa Katrín Ólafsdóttir

Góðan og gullfallegan mánudag. Ég vona að þið hafið notið helgarinnar og haft það huggulegt.

Ég átti yndislegt sunnudagskvöld heima hjá mömmu, þar sem nýjasta sería af The Crown kom loksins á Netflix, sem við höfum beðið eftir fullar tilhlökkunar.

Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að gera mikið úr þeim tilefnum sem á vegi okkar verða. Til dæmis það að hafa pínulítið frumsýningarpartí fyrir tvo þegar ný sería er frumsýnd í sjónvarpinu.

Við mæðgurnar dressuðum okkur upp í fína kjóla, dönsuðum um heima í stofu og borðuðum kvöldmat saman yfir þáttunum.

Þó að það sé ekki beint mikið um að vera, miðað við undanfarin ár, þá er gaman að leyfa ímyndunaraflinu svolítið að njóta sín og gera sér dagamun heima fyrir með þínum nánustu. Það getur veitt mikla gleði að búa til einfaldar og skemmtilegar hefðir, eins og það að dressa sig upp í spariföt á sunnudagskvöldi. Hristum upp í hversdagsleikanum!

mbl.is

#taktubetrimyndir