Chadwick ekki tölvugerður fyrir Svarta pardusinn

Chadwick Boseman.
Chadwick Boseman. AFP

Þær getgátur hafa verið háværar að Svarti pardusinn, Chadwick Boseman, yrði tölvugerður fyrir framhaldsmyndina um konunginn af Wakanda.

Chadwick lést 28. ágúst síðastliðinn eftir að hafa barist við ristilkrabbamein í 4 ár.

Hann gæddi Svarta pardusinn lífi í Marvel-myndunum og á fólk erfitt með að ímynda sér annan í hlutverki hans.

Einn af framleiðendum myndarinnar, Victoria Alonso, hefur nú svarað þessum þráláta orðrómi og svarið er nei.

Chadwick verður ekki tölvugerður fyrir framhaldsmyndina, þó að tæknin sé svo sannarlega til staðar. Hún segir að það hafi bara verið einn Chadwick til og þau séu að hugsa allar leiðir til að heiðra minningu hans á sem fallegasta hátt. Síðasta kvikmyndin sem Chadwick lék í, "Ma Rainey´s Black Bottom", kemur á Netflix 18. desember.

mbl.is