Hélt ótrauð áfram þrátt fyrir erfiðleika

Ljósmynd: Outsideonline.com

Hin 34 ára gamla klifurdrottning Emily Harrington náði á dögunum því magnaða afreki að klifra leið sem kallast Golden Gate-leiðin á El Capitan, í þjóðgarðinum Yosemite í Kaliforníu, á innan við sólarhring.

Hún er fyrsta konan til þess að vinna þetta afrek en hingað til hafa aðeins þrír karlmenn náð að klifra leiðina á þessum stutta tíma.

Þykir þetta hættuleg leið sem ber að fara varlega við að klifra, en Emily fór með möntruna sína „slow is smooth, smooth is fast“ eða „hægt er þægilegt og þægilegt er hratt“ endurtekið í gegnum þetta ævintýri.

View this post on Instagram

Emily Harrington, 34, reached the 3,000 foot peak last Wednesday in 21 hours, 13 minutes and 51 seconds. Only three people -- all men -- had ever free-climbed the *Golden Gate route on El Capitan* in Yosemite National Park in under 24 hours, and now Harrington is the fourth. 3 other women have climbed El Capitan in under a day but she is the first to complete this particular route. As she began her ascent a little past 1:30 a.m., she repeated a mantra to herself: "Slow is smooth, smooth is fast." Even though at one point her hands full of sweat couldn’t grab and she slammed her head, she kept climbing. The route is a dangerous one- over 30 climbers have perished in the last century attempting it. “I never believed I could actually free climb El Cap in a day when I first set the goal for myself. It didn’t seem like a realistic objective for me. I didn’t have the skills, fitness, or risk profile to move so quickly over such a large piece of stone. But I chose it exactly for that reason. Impossible dreams challenge us to rise above who we are now to see if we can become better versions of ourselves.“

A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) on Nov 11, 2020 at 7:47am PST

Segist hún ekki hafa haldið að hún gæti þetta á þessum mettíma, en hún hélt ótrauð áfram þrátt fyrir erfiðleika.

Hún valdi að kýla á þetta krefjandi verkefni vegna þess að hún telur að draumar sem virðast ómögulegir hvetji okkur áfram til þess að rísa upp yfir það hver við erum núna og sjá hvort við getum orðið öflugri útgáfa af okkur sjálfum.

Það er hægt að yfirfæra þetta á ótalmörg önnur verkefni og svo sannarlega ekki þörf á að demba sér í hættulega klifurför, en þessi kraftmikla og hugrakka kona minnir okkur á mikilvæg skilaboð – að hafa trú á sér.mbl.is