Sinfóníuhljómsveit Íslands með heimsendingu á tónlist

Mig langar til þess að hrósa Sinfóníuhljómsveit Íslands og dásamlega instagramaðganginum þeirra @icelandsymphony.

Í Covid eru þau búin að vera að deila svokölluðum heimsendingum frá tónlistarfólki Sinfó, sem spilar heima fyrir og fylgjendur geta notið þess að hlusta uppi í sófa.

Tónlist hefur heilandi áhrif og getur svo sannarlega lífgað upp á daginn. Í gær rakst ég á dásamlega útgáfu sinfóníuleikara af Moon River eftir Mancini, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum. 

Lagið er að finna í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s og er virkilega fallegt.

Ég var búin að vera eitthvað stressuð í gær í verkefnaskilum í skólanum og lífið á það stundum til að virðast örlítið yfirþyrmandi.

Það eitt að gefa mér smá stund í að slaka á með tebolla og hlusta á þetta fallega lag gerði allt betra.

Þó að ég geti ekki beðið eftir að komast á tónleika þá er dásamlegt að geta notið tónlistar heima fyrir og ég mæli eindregið með því að fylgja Sinfó á Instagram til að fá ráðlagðan dagskammt af góðum tilfinningum fyrir sálina.

mbl.is