Fullt af nýju á Netflix og fleiri streymisveitum

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum um helgina. Ljósmynd/Unsplash

Mikið af áhugaverðu sjónvarpsefni er væntanlegt á Netflix og aðrar streymisveitur á næstunni en bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.

Kvikmyndir og þættir sem komu út 26. október:

DNA BBC four

Ekta dönsk glæpasería frá Torleif Hoppe (Forbrydelsen, Broen) um lögreglumann sem er að rannsaka barnshvarf þegar hans eigin dóttir hverfur. Hörkuspennandi þættir.

Kvikmyndir og þættir sem koma út 12. nóvember:

Colin Quinn & Friends: A Parking Lot Comedy HBO Max

Colin Quinn og félagar hafa ekki náð að skemmta mikið undanfarið í grínklúbbum BNA en eru nú mættir með bílabíósútgáfuna af uppistandi.

Kvikmyndir og þættir sem komu út 13. nóvember:

Valley of Tears: Þáttaröð  HBO Max

Tíu þátta röð um Yom Kippur-stríðið þegar Egyptar, Sýrlendingar og Jórdanar réðust í sameinungu á Ísrael 1973 á helgustu hátíð þeirra, Yom Kippur.

The Life Ahead  netflixbíómynd

Madame Rosa lifði af helförina og útrýmingarbúðir en passar núna börnin fyrir gleðikonur. Hún er beðin fyrir munaðarlausan múslimskum dreng, Momo, en hann er er nýbúinn að ræna hana.

Drottning hvíta tjaldsins, Sophia Loren, snýr hér aftur í leikstjórn sonar síns Eduardos Pontis.

The Minions of Midas:  Netflix

Spænskur milljarðamæringur fær hótunarbréf þess efnis að hann skuli greiða ákveðna upphæð, annars fari fólk að deyja. Byggt á Bók Jacks Londons.

Jingle Jangle: A Christmas Journey  netflixbíómynd

Jólamynd með stóru Joði og hér er ekkert til sparað. Forrest Whitaker er leikfangasmiðurinn Jeronicus Jangle í undrabænum Cobbleton. Aðstoðamaður hans stelur meistaraverki hans og stingur af.

Tónlist frá John Legend, Usher og fleirum. Hér er fjölskyldujólamyndin.

Kvikmyndir og þættir sem koma út 14. nóvember:

The Crown s4  netflixþáttaröð

Fjórða þáttaröðin af þessum úrvalsþáttum. Nú mæta til leiks Margrét Thatcher, leikin af Gillian Anderson, og Díana prinsessa, sem Emma Corrin leikur.

Kvikmyndir og þættir sem koma út 17. nóvember:

LEGO Star Wars-jólaþáttur Disney+

Hér sameinast Rey, Finn, Poe, Chewie, Rose og vélmennin í skemmtilegu hátíðarævintýri þar sem þau ferðast í gegnum Star Wars-kvikmyndaheiminn og rekast á alla þessa helstu Luke Skywalker, Darth Vader, Yoda, Obi-Wan og fleiri þegar þau leita að jólaandanum í mættinum.

Big Sky  ABC
Úr smiðju Davids E. Kelleys.  Byggt á bók C.J. Box, The Highway, með Ryan Philippe.

Kvikmyndir og þættir sem koma út 18. nóvember:

No Man's Land: Hulu

Þáttaröð sem gerist í stríðinu í Sýrlandi og fjallar um leit manns að systur sinni, sem er talin látin, en hann telur sig hafa séð henni bregða fyrir með kúrdískum kvenhersveitum sem eru að berjast gegn Dash/ISIS.

Holiday Home Makeover with Mr. Christmas – netflixþáttröð

Herra Jóli tekur heimili í gegn og skreytir allt í döðlur, en smekklega auðvitað.

Heimildarþættir og myndir:

Transhood – HBO-heimildarmynd

Í fimm ár er búið að fylgjast með fjórum börnum sem eru að fóta sig sem trans-ungmenni.

I Am Greta  huluheimildamynd

Saga Gretu Thunberg.

Fireball: Visitors from Darker Worlds – Apple TV+ heimildarmynd

Werner Herzog og Clive Oppenheimer skoða hvaða áhrif loftsteinar hafa haft á jörðina og lífið á henni.

James May: Oh Cook! Amazon Prime Video

James May úr Top Gear kann ekki að elda en er hér kominn með matreiðsluþætti.

Becoming You: Season 1 (2020)  Apple TV+

Hér er fylgst með 100 börnum í 2.000 daga og við sjáum þau þroskast og læra í þessari mögnuðu seríu.

The Reagans heimildarþáttaröð  Showtime

Heimildarþættir í fjórum hlutum um þessa hollywood-forsetafjölskyldu.

Crazy, Not Insane, HBO-heimildarmynd

Mynd um dr. Dorothy Otnow Lewis sem hefur rannsakað helstu fjöldamorðingja BNA.

Hvað fær morðingja til að drepa?

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist