Dagur góðmennskunnar í dag

Ljósmynd: Unsplash/Matt Nelson

Góðan og gullfallegan föstudaginn þrettánda! Í dag er svokallaður World Kindness day, eða dagur góðmennsku, um allan heim.

Tilgangur dagsins er að undirstrika góð verk og hlýjar hugsanir í samfélögum og leggja áherslu á kraft jákvæðninnar.

Góðmennskan bindur svo marga saman og við höfum aldeilis séð mörg dæmi um samstöðu í ár.

Ég hvet ykkur til þess að hlúa extra vel að ykkur í dag, drekka nóg af vatni, gefa ykkur tíma í eitthvað sem veitir ykkur gleði, fara út og anda að ykkur fersku lofti (passa bara að verða ekki kalt), deila þakklæti með þeim sem láta ykkur líða vel og gerið ykkar besta til þess að njóta dagsins.

Stundum getur það verið erfitt en þið standið ykkur öll vel.

Góðmennskan þekkir engin takmörk og er alveg hreint ótrúlega kraftmikið afl. Dreifum ástinni, í góðri fjarlægð!

mbl.is