Sólrún Diego gefur út skipulagsbók

Sólrún Diego.
Sólrún Diego.

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego er að gefa út sína aðra bók og snýr hún að skipulagi.

Sólrún hefur áður gefið út bókina Heima, þar sem hún gaf góð ráð varðandi þrif á heimilinu.

Þau Siggi Gunnars og Eva Ruza heyrðu í Sólrúnu í Síðdegisþættinum og fengu að vita örlítið meira um nýju bókina.

„Þetta er svona flott framhald og helst pínu í hendur við hina bókina,“ segir Sólrún og bætir við: „Ef það er allt skipulagt heima þá er auðveldara að þrífa og halda öllu hreinu.“

Hún segir bókina skiptast í tvo hluta og í fyrri hlutanum tekur Sólrún fyrir skipulag fyrir fjölskylduna og heimilið og í þeim seinni veislur og viðburði.

„Allt frá því að fá fólk í mat, barnaafmæli, stórafmæli, fermingar, útskriftir og svo er risabrúðkaupskafli sem er uppáhaldskaflinn minn í bókinni,“ segir hún.

Stutt er síðan Sólrún gifti sig sjálf og segist hún alltaf hafa vilja gefið út brúðkaupsbók en hún hafi ákveðið að hafa bókina frekar svona og tileinka stóran hluta hennar brúðkaupsundirbúningi.

 Viðtalið við Sólrúnu má hlusta á hér fyrir neðan:

 

mbl.is