Rappar stafrófið með mikilvæg skilaboð

Ungur drengur að nafni Sam hefur vakið mikla athygli og lukku á netinu undanfarið fyrir frábært myndband þar sem Sam rappar og faðir hans beat-boxar undir.

Þar fer Sam með stafrófið og kemur með skemmtilegar hugmyndir að framtíðarstörfum fyrir hvern einasta staf.

Frábært flæði hjá þessari rísandi stjörnu. Störfin eru fjölbreytt og ættu flestir að geta fundið eitthvað sem vekur áhuga hjá þeim; frá arkitekt til tannlæknis, eða einfaldlega finna hvað þig langar til þess að gera og vinna fyrir sjálfa/n þig.

Feðgarnir eru með mikilvæg skilaboð fyrir áhorfendur, sem eru einfaldlega að þú getir orðið allt sem þig langar til, þú verðir bara að hafa trú á þér.

View this post on Instagram

Sam and beat-boxing dad are breaking down that you can do anything!!! 🎥: @rsamuelw3

A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) on Oct 27, 2020 at 12:03pm PDTmbl.is