Hrekkjavökupartí í beinni á laugardaginn

Söngvarinn Stefán Jakobsson hér sem blóðugi presturinn í Halloween Horror …
Söngvarinn Stefán Jakobsson hér sem blóðugi presturinn í Halloween Horror Show. Mynd/Halloween Horror Show.

K100 heldur áfram að hækka í gleðinni á tímum veirunnar og býður upp á afþreyingu í beinni útsendingu fyrir alla fjölskylduna.

Næsta laugardag kl. 19:00 bjóðum við hlustendum í alvöru hrekkjavökupartí í beinni útsendingu með úrvali úr Halloween Horrorshow.

Greta Salóme, Stebbi Jak og Dagur Sigurðsson mæta í hljóðver og syngja bestu lögin í Halloween Horrorshow en þeim til halds og trausts verður Eva Ruza sem hryllilegur gestgjafi kvöldsins. Mikið verður lagt upp úr því að gera útsendinguna sem „hryllilegasta“ og vonandi getur fjölskyldan sameinast yfir sjónvarpinu og skemmt sér í Halloween gír.

K100 er eina útvarpsstöðin á Íslandi sem sendir bæði út í hljóði og mynd og heldur áfram að vera leiðandi á því sviði. Hlustaðu í útvarpinu eða fylgstu með í beinu streymi á K100.is eða á rás 9 í Sjónvarpi Símans. 

Hrekkjavökupartí K100 er í samstarfi við Sun Lolly og Nóa Síríus. 

mbl.is