Jólagjafirnar sem slógu ekki í gegn

Ljósmynd: Unsplash/Kira auf der Heide

Það eru ekki nema tveir mánuðir í jólin og margir eflaust farnir að velta fyrir sér jólagjöfunum. Þau Kristín Sif, Ásgeir Páll og Jón Axel ræddu um jólagjafir sem slá ekki í gegn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun.

Ásgeir minnist þess þegar hann gaf vini sínum baðvigt þegar þeir voru rétt rúmlega tvítugir. Hann segir alla hafa skemmt sér mjög vel yfir gjöfinni nema vin sinn.

Kristín segir þá frá gjöf sem hún fékk frá fyrrverandi mágkonu sinni, gyllta pappírsservíettuhringi og ónýtt ilmvatn úr kolaportinu sem lak yfir höndina á henni þegar hún opnaði pakkann. Henni var ekki skemmt þau jólin.

Þá segist Kristín einu sinni hafa séð sér leik á borði að endurgefa jólagjöf sem Brynjar þáverandi maðurinn hennar fékk. Brynjar fékk þá peysu sem var aðeins of stór á hann og gat hann því ekki notað hana. Um tveimur árum seinna gáfu þau frænda hans peysuna í jólagjöf en höfðu gleymt því að það var einmitt sá hinn sami og hafði gefið Brynjari hana.

Hægt er að hlusta á jólagjafirnar sem slógu ekki í gegn hér fyrir neðan:  

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist