Tenacious D. með ábreiðu af „Time warp“

Ljósmynd: Skjáskot/Youtube

Rokkhljómsveitin vinsæla Tenacious D hefur gefið út ábreiðu af laginu „Time warp“ sem gert varð frægt á sínum tíma í bíómyndinni Rocky Horror Picture Show.

Ábreiðuna gaf hljómsveitin út í dag og vilja þeir með því hvetja Bandaríkjamenn til þess að kjósa í tilvonandi forsetakosningum.

Myndbandið við ábreiðuna er virkilega skemmtilegt og sjá má mörgum heimsfrægum einstaklingum bregða fyrir í því.  mbl.is