Adele gagnrýnd eftir þátttöku sína í SNL

Stjörnufréttir Evu Ruzu: 

Söngkonan heimsfræga, Adele, hefur fengið að heyra það eftir að hafa tekið þátt í „taktlausum“ skets, að mati áhorfenda, í þættinum Saturday Night Live. 

Í sketsinum gerðu Adele og Kate McKinnon grín að ríkum vestrænum konum sem ferðast til Afríku í þeim tilgangi að stunda kynlíf með þarlendum karlmönnum sem eru yfirleitt helmingi yngri en konurnar sjálfar.

Twitter lét í sér heyra eftir þáttinn og sagði meðal annars einn notandi að þessi skets hefði verið mikil vonbrigði. Þetta væri taktlaust á allan hátt og SNL ætti að vita betur.

Ekki veit ég hvort Adele hafi átt þátt í að semja sketsinn en fólk heldur því fram að hún hefði átt að vita betur.

Þó að þessi skets hafi ekki hitt í mark þá er þessi þáttur SNL að slá öll áhorfsmet og Adele stóð sig stórkostlega í öllu öðru.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist