Fimm ráð til að bæta svefninn

Ljósmynd: Unsplash/Zohre Nemati

Anna Lóa sem heldur úti Hamingjuhorninu var í viðtali við þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel í morgun þar sem hún ræddi um svefn og svefnvandamál.

Hún segir að svefnvandamál séu alveg ótrúlega algeng og hún þekki sjálf vítahringinn sem getur myndast þegar maður sefur illa.

Hún ákvað því að kynna sér svefn vel og las bókina Why we slepp og hlustaði meðal annars á hlaðvarp með Mel Robins sem gefur góðar ráðleggingar um svefn.

Anna Lóa deildi fimm mikilvægum ráðum með hlustendum K100:

  1. Ekki taka með þér drasl dagsins inn í svefnherbergið, hvort sem það er raunverulegt eða í hausnum á þér. Þannig að ef það er búinn að vera „bissí“ dagur þá setjist maður niður og jafnvel skrifi niður það sem maður hefur upplifað yfir daginn.
  2. Undirbúa morgundaginn. Settu blandarann á borðið fyrir morgunmatinn, taktu til fötin, nesti, hafðu líkamsræktartöskuna tilbúna og svo framvegis.
  3. Enginn sími inni í svefnherbergi.
  4. Koma líkamanum í slökun; fara í bað, lesa bók, drekka te. Eitthvað sem róar kerfið.
  5. Áður en þú ferð upp í rúm er gott að finna sér einhvern ákveðinn stað í huganum til þess að fara á; stað þar sem þér leið alveg ótrúlega vel og kallaði fram góðar tilfinningar. Þú átt að draga fram tilfinninguna og fara með hana upp í rúm.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Önnu Lóu: 

Hér fyrir neðan má svo lesa færslu Önnu um svefn og svefnvandamál: 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist