Dansa sig í gegnum lífið

Ljósmynd: Skjáskot/Instagram

Stundum þegar maður veit ekki alveg í hvorn fótinn maður á að stíga þýðir ekkert annað en að dansa sig í gegnum daginn.

Ég rakst á frábært myndband á Instagram af eldri og heldri hjónum sem kalla sig Ganas Con Canas og eru frá Kúbu. Þau eru bæði tvö miklir dansarar og elska að dansa saman, enda hafa þau saman tekið þátt í hæfileikakeppnum á borð við America's Got Talent.

Á myndbandinu sýndu þau svokallað bachata þar sem ástin á milli þeirra leyndi sér ekki og greinilega er hér á ferð par sem kann heldur betur að dansa sig í gegnum lífið. 

Í texta sem fylgir myndbandinu segja þau meðal annars að aldurinn segi ekkert um þau og leggja áherslu á mikilvægi þess að lifa lífinu til hins ýtrasta. Svo sætt og skemmtilegt!mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist