Allt í steik í Danmörku vegna Covid

Ljósmynd: Unsplash/Nick Karvounis

Þeir Logi Bergmann og Siggi Gunnars slógu á þráðinn til Gunnlaugs Braga Björnssonar sem er búsettur í Danmörku og fengu að heyra hvernig staðan væri þar vegna Covid.

„Hún er bara frekar dauð, eða já, við erum að standa okkur vel í nýsmitum og slógum nýtt met í gær,“ segir Gunnlaugur.

Gunnlaugur segir sumarið hafa verið að mörgu leyti svipað og hér á Íslandi.

„Sumarið var bara nokkuð eðlilegt, fólk ferðaðist eitthvað út fyrir landsteinana. Ég veit um nokkra Dani sem fóru til Íslands í fyrsta skiptið, nýttu tækifærið. Menn voru svolítið að lifa lífinu,“ segir hann.

Þá segist hann hafa heyrt í manni sem var nýfluttur til Danmerkur frá Spáni og var hissa á því hvað Danir hegðuðu sér líkt og Covid hefði aldrei átt sér stað.

„Það eru merkingar og svona að halda fjarlægð og svona ákveðnar skrítnar reglur í gildi en að öðru leyti voru menn bara að lifa lífinu og kássast hver upp á annan,“ viðurkennir hann.

Hann segir þó örlítið annan tón vera kominn í fólk núna í kjölfar metsins í nýsmitum og að boðað hafi verið til hertra reglna.

Viðtalið við Gunnlaug má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist