Elton John hannaði Barbie-dúkku

Ljósmynd: New York Post

Stjörnufréttir Evu Ruzu: 

Loksins mun Barbie horfa á heiminn í gegnum rósbleiku sólgleraugun hans Eltons Johns.

Elton John hefur hannað Barbie-dúkku með Mattel, sem hefur séð um að færa okkur Barbie-dúkkur á færibandi í fjöldamörg ár.

Dúkkan heitir Tiny Dancer og kemur á markað í tilefni 45 ára afmælis Eltons Johns, en fyrir 45 árum sló hann öll met þegar hann hélt tónleika á Dodgers Stadium árið 1975.

Það voru stærstu tónleikar sem einn tónlistarmaður hafði haldið á þessum tíma.

Elton er alveg hryllilega kátur með Barbie-dúkkuna sína sem kemur í takmörkuðu upplagi. Hún er klædd í litrík föt í anda Eltons, með hatt á höfðinu og „signature“-sólgleraugun hans Eltons Johns.

Eltonína – nei ég veit ekkert hvað hún heitir, Barbie Elton kostar litla 50 dollara.

mbl.is