Amma áhrifavaldur: „Hér er mynd af fötum dagsins“

Ljósmynd: Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í samtímamenningu okkar og eflaust eru margir sem eyða dágóðum tíma þar.

Það er svolítið skemmtilegt að í dag er mikil fjölbreytni í áhrifavöldum og hvernig ólíkir einstaklingar geta slegið í gegn á stuttum tíma og boðið upp á góða stemningu.

Ég rakst á ótrúlega skemmtilega áhrifavalds-ömmu sem hefur vakið mikla gleði á netinu. Hún kallar sig Grandma Lill, er 90 ára gömul og skrifar meðal annars um sjálfa sig að hún sé fræg.

Grandma Lill hefur aðallega slegið í gegn á myndbandsforritinu TikTok þar sem hún deilir hnyttnum og skemmtilegum myndböndum og er komin með yfir milljón fylgjendur þar.

Á dögunum bað aðdáandi hana að gera myndband þar sem hún sýndi „outfitið“ sitt, sem sagt hvaða fötum hún klæddist þann daginn. Hún deildi myndbandi þar sem hún segir: „Ég veit ekki af hverju öllum ætti ekki að vera sama, en hér er mynd af fötum dagsins. Þú getur verið í hvernig buxum sem er við þessa peysu!“ og dansar svo um í drapplituðu setti. Ótrúlega skemmtileg kona sem gleður og ég mæli með að fylgja!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist