Nýtt lag með Ariönu Grande í nótt

Ariana Grande.
Ariana Grande. AFP

Ofursöngkonan Ariana Grande tilkynnti fyrr í mánuðinum að hún ætlaði að gefa út plötu núna í október. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær það verður en fyrsta lagið af plötunni kemur út í nótt og heitir Positions.

Þetta eru mikil fagnaðartíðindi fyrir Ariönuaðdáendur og það er svo mikil gleði og tilhlökkun sem fylgir nýrri tónlist.

Ég hef líklega aldrei hlustað jafn mikið á tónlist og í ár, þar sem mér finnst heimilislífið huggulegra þegar tónlist er í gangi, ásamt því að kveikja á kertum og klæðast hlýjum og þægilegum fötum.

Ég mæli eindregið með því að útbúa góðan vetrarlagalista sem lætur ykkur líða vel og hafa augun opin fyrir nýrri og skemmtilegri tónlist.

Veturinn er kominn og við getum allavega reynt að gera hann eins kósí og hægt er.

View this post on Instagram

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Oct 14, 2020 at 9:16am PDTmbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist