Mögnuð ábreiða Ásdísar af „Alone“

Ásdís Inga Helgadóttir
Ásdís Inga Helgadóttir Ljósmynd: Úr einkasafni

Ásdís Inga Helgadóttir eigandi Deisymakeup deildi myndbandi af sér taka lagið „Alone“ með hljómsveitinni Heart á facebooksíðu sinni.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og segist Ásdís í samtali við blaðamann K100 vera í sjokki.

„Mér finnst ég aldrei nógu flott eða nógu góð og þess vegna settum við lag sem er ekki fullkomið sem ég hef aldrei sett fyrr. Ég er búin að fá svo mörg skilaboð að ég er í sjokki! Ég fór bara að gráta,“ segir Ásdís.

Ásdís segist alls ekki hafa búist við svona miklum viðbrögðum og viðurkennir að þrátt fyrir að hafa lært söng þori hún aldrei að syngja opinberlega.

Hún segist alltaf vera í keppni við sjálfa sig um að vera fullkomin og það að deila laginu á samfélagsmiðlum hafi verið eitt það erfiðasta sem hún hafi gert.

„Það er aldrei neitt nógu gott eða nógu vel gert sem ég geri. Þess vegna langar mig að pósta hérna fullkomlega ófullkomnu lagi sem ég hefði vanalega aldrei póstað áður. En ég er þreytt, þreytt á að þora ekki,“ skrifar Ásdís við myndbandið.

Á gítar er Kristján R. Guðnason, sem Ásdís segir að hafi alltaf haft fulla trú á sér. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is