Fræga fólkið fordæmir gagnrýni á Chris Pratt

Chris Pratt.
Chris Pratt. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það er löngu vitað mál að Twitter er oft vettvangur sem verður sjóðandi heitur, og fólki finnst það geta sagt hvað sem er, og hugsar oft ekki um afleiðingar orða sinna, sem geta verið særandi.

Twitter notandi henti í könnun um það hver væri mest hataðasti Chris-inn í Hollywood, og stóð valið á milli Chris Evans, Chris Pine, Chris Hemsworth og Chris Pratt.

Niðurstaðan í þessari lélegu könnun var sú að Chris Pratt fékk þann ljóta titil.

Það frábæra hins vegar sem gerðist var að allir ofurhetjuvinir Chris flykkust inn á Twitter og létu fólk heyra það.

Mark Ruffalo sem leikur Hulk sagði að fólk ætti að skammast sín. Chris væri einn heilsteyptasti maður sem hann hefði á ævinni kynnst. Robert Downey Jr. Blandaði sér einnig í málið og spurði hvernig heimurinn væri að verða. Að fólk skyldi voga sér að kasta steinum í vin hans Chris. Mann sem lifir eftir góðum gildum og er alltaf jákvæður.

Eiginkona Chris , Katherine Schwarzenegger, mætti meira að segja blazing guns og spurði hvort að þetta væri virkilega það sem fólk þyrfti þegar allur þessi harmleikur væri að eiga sér stað í heiminum.

Hún sagði orðrétt: „ Being mean is so yesterday“. Ég gæti ekki verið meira sammála henni og ég vona að þessir twitter notendur skammist sín niður í tær.

Pant ekki fá Avengers her á mig!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist