Ekki leyfa fólki að flytja inn í hausinn á þér

Þeir Jón Axel og Ásgeir Páll heyrðu í henni Önnu Lóu sem heldur úti Hamingjuhorninu. Þar ræddu þau um hversu mikilvægt það er að hleypa ekki neikvæðum hugsunum inn í hugann.

„Alltaf þegar maður er að takast á við nýja hluti þá er mjög algengt að það tjaldi einhver í hausnum á okkur og telji okkur trú um að við getum þetta ekki.

Það er svo mikilvægt að við áttum okkur á því að þetta á við hjá okkur öllum. Það er bara mismunandi hversu lengi viðkomandi fær að tjalda. Hvort við séum orðin æfð í því að átta okkur á því þegar svona hugsanaskekkjur koma upp og rekum viðkomandi burt eða hvort við leyfum honum að vera þarna og þá bara tekur hann stjórn,“ sagði Anna Lóa.

Anna Lóa segir mikilvægt að átta sig á því að á tímum eins og nú sé tjaldsvæðið galopið.

„Maður þarf að vera meðvitaður um þetta. Maður rekur hann ekki út ef maður gerir sér ekki grein fyrir að hann sé kominn inn,“ sagði hún.

Viðtalið við Önnu Lóu er hægt að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan:

Hér fyrir neðan er pistill sem Anna Lóa skrifaði um málefnið:

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist