Páll Óskar flutti „My Way“ af mikilli innlifun

Páll Óskar í stúdíói K100 á föstudaginn.
Páll Óskar í stúdíói K100 á föstudaginn. k100.is/Sigurður Þorri Gunnarsson

Páll Óskar skemmti hlustendum K100 á föstudagskvöld með „Pallaballi í beinni“.

Flutti Palli öll sín bestu lög og var í beinu sambandi við hlustendur sem komu á framfæri kveðjum og óskalögum. Þúsundir fylgdust með og kunni fólk greinilega að meta það að fá Pallaball sent heim í stofu.

Hann sló botninn í útsendinguna með því að flytja lagið „My way“ sem Frank Sinatra gerði svo fallega á sínum tíma. Palli fór einstaklega vel með lagið og þú getur séð myndbandið í spilaranum hér að neðan.

Þú getur horft á allan þáttinn í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist