Vivaldi – ekta retró tölvuleikur

Sigraðu hið illa með Vivaldiu! Vivaldi kynnir til sögunnar Vivaldiu, sem er ekta retró tölvuleikur, innbyggður í vafrann. Spilaðu hann á Windows-, Mac- og Linux-tölvum og líka á Android.

Leikurinn er innbyggður í vafrann og því hægt að spila hann þar beint. Spilunarstíllinn er sóttur úr tölvuleikjum fortíðarinnar.

Vivaldia er einfaldur leikur þar sem spilarinn keyrir í gegnum tvívítt landslag en þar leynast ýmsar hættur. Hetja leiksins, Vivaldia, berst við ill öfl til þess að ná borginni sinni úr höndum óvinarins.

Leikurinn er innblásinn af Future Noir og tæknipönkshugmyndastefnum og hann er spilanlegur bæði með og án nettengingar, annars vegar á Windows-, Mac- og Linux-tölvum, hins vegar á Android-, Chromebook- og spjaldtölvum. Leikurinn styður líka við leikjatölvur.

Notendur geta nú sótt Vivaldi 3.4, nýjustu útgáfu vafrans, og spilað leikinn frítt. Nánari upplýsingar hér.

mbl.is