Nýr iPhone 12: Græjurannsóknarstofan

Ljósmynd: Apple

Valur Hólm frá Elko ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum um nýjustu viðbót Iphone, Iphone 12.

Hann segir símana vera með 5g-tengingu sem er háhraðatenging með mun meiri svartíma en 4g-netið. Þá sé nýr örgjörvi í símanum sem heitir A14 og er hann líklega hraðasti örgjörvi sem hefur nokkurn tíma sést í farsíma.

„Hann er sex kjarna sem er ótrúlega mikið í símum. Myndavélin miklu betri og ef menn eru að spila leiki í símanum er þetta gríðarlega mikil uppfærsla. Síminn verur alls ekki hægur, á mannamáli. Hann er alveg ótrúlega hraður,“ sagði Valur.

Síminn er nú kominn með Oled-skjá sem er tvöfalt bjartari en í Iphone 11 og segir Valur gler símanna fjórfalt höggheldara.

„Þeir skiptu um kant á símanum líka. Þetta er kannski furðulegt þar sem þetta hefur lítið með tæknina að gera en ég er spenntastur fyrir þessu; þeir eru komnir aftur í flötu hliðarnar,“ sagði hann.

Meira um nýja Iphone 12-símann er hægt að hlusta á hér:

mbl.is