Stevie Nicks tekur þátt í tiktok-æðinu

Söngkonan og súperstjarnan Stevie Nicks er vel þekkt sem aðalsöngkona hljómsveitarinnar Fleetwood Mac.

Hún hefur nú skráð sig á samskiptaforritið TikTok, sem þekkt er fyrir lífleg og skemmtileg dansmyndbönd, en Nathan nokkur Apodaca sló algjörlega í gegn þar um daginn þar sem hann bauð upp á ofurgóða strauma á hjólabretti, drekkandi trönuberjasafa og syngjandi lagið Dreams, sem er að sjálfsögðu lag hljómsveitarinnar Fleetwood Mac.

Síðan þá er þetta orðið að nokkurs konar æði, að taka sig upp að syngja Dreams og víbra vel, og hefur meðal annars Mick Fleetwood, söngvari hljómsveitarinnar, verið með og deilt eigin myndbandi.

Nicks ákvað því að gerast meðlimur TikTok til þess að geta verið með í æðinu og deildi myndbandi af sér að klæða sig í hjólaskauta, með trönuberjasafann og syngjandi með Dreams.

Hún skrifar undir myndbandið: „Eftirmiðdagsstraumar. Reimum þá upp. #TrönuberjaDraumar“ auk þess að tagga Nathan Apodaca.

Myndbandið hennar hefur verið spilað oftar en 13 milljón sinnum og segja má að lagið Dreams sé á góðri leið með að verða lag ársins.

Ótrúlega skemmtilegt hvernig svona góð stemning getur myndast í gegnum samfélagsmiðlana og hvað það er kærkomið að geta sótt þangað létta og góða strauma.

Frétt frá Tankgoodnews.

mbl.is