Pollapönk í beinni í kvöld

mbl.is/Kristinn Magnússon

Það verður heldur betur fjölskyldustuð í kvöld þegar Pollapönk heldur hressandi tónleika í beinni á facebooksíðu Íslandsbanka.

Pollapönk þekkja allir ungir sem aldnir en þeir eru rómaðir fyrir hressa og skemmtilega tónlist og líflega framkomu.

Heyrst hefur að þeir fái meira að segja leynigest til sín sem tekur tvö lög. Gleði, gaman og fjölskyldustund.

Ef fjölskyldan vill syngja með er hægt að nálgast söngtexta hér.

mbl.is

#taktubetrimyndir