Jólalögin farin að hljóma á JólaRetró á netinu

„Þess­ir skrýtnu tím­ar kalla á öðru­vísi hug­mynd­ir. Mér datt í …
„Þess­ir skrýtnu tím­ar kalla á öðru­vísi hug­mynd­ir. Mér datt í hug að það gæti glatt ein­hverja að byrja að hlusta á jóla­lög­in snemma þetta árið“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðva Árvakurs.

Útvarps­stöðin Jóla­Retró er kom­in í loftið á net­inu og mun senda út bestu jóla­lög­in alla daga fram að jól­um. Fyrst um sinn sendir stöðin einungis út á netinu á jolaretro.is.

„Þess­ir skrýtnu tím­ar kalla á öðru­vísi hug­mynd­ir. Mér datt í hug að það gæti glatt ein­hverja að byrja að hlusta á jóla­lög­in snemma þetta árið og því ákváðum við að setja jóla­stöðina okk­ar, Jóla­Retró, í loftið núna í októ­ber,“ seg­ir Sig­urður Þorri Gunn­ars­son dag­skrár- og tón­list­ar­stjóri út­varps­stöðva Árvak­urs.

Jóla­Retró hef­ur yf­ir­leitt farið í loftið um miðjan nóv­em­ber og leyst út­varps­stöðina Retró af hólmi í nóv­em­ber og des­em­ber. Fyrst um sinn verður stöðin ein­ung­is send út á net­inu en fer svo í loftið í stað Retró á FM 89,5 upp úr miðjum nóv­em­ber, svo aðdá­end­ur Retró þurfa ekki að ótt­ast að heyra jóla­lög þar í októ­ber.

„Auðvitað mun mörg­um finn­ast allt of snemmt að byrja að spila jóla­lög í út­varp­inu í októ­ber! En þetta er óvenjulegt ár, svo hví ekki að bregða út af van­an­um?“ bæt­ir Sig­urður við.

Þegar stöðin FM 89,5 fer í loftið í nóvember bæt­ast dag­skrár­gerðar­menn við flór­una en fyrst um sinn verður einungis leikin tónlist á stöðinni.

„Ég vona inni­lega að þetta veiti einhverja gleði, ekki veit­ir af í miðju kóf­inu,“ seg­ir Sig­urður að lok­um.

Þú get­ur hlustað á Jóla­Retró á Jóla­Retró.is og með appinu „Spilarinn“ í sím­anum þínum.

mbl.is

#taktubetrimyndir