Rebel deilir bráðfyndnum heimaæfingum

Ljósmynd/Skjáskot

Leikkonan og grínistinn Rebel Wilson deildi á dögunum æfingamyndbandi á Instagram með hugmyndum að sniðugum æfingum sem hægt er að gera heima fyrir.

Rebel kallar þetta Rebel Fitness og það eina sem þarf til að geta verið með er 4,5 lítra vodkaflaska sem þú lyftir upp á ýmsa vegu og er að hennar sögn frábær styrking fyrir handleggina.

Einnig er hægt að halda á flöskunni með annarri hendi og hlaupa um áður en þú skiptir svo um hönd.

Þú þarfnast ekki sérstaks íþróttafatnaðar heldur getur einfaldlega stundað þessa hreyfingu í kjól ef það er það sem þú vilt.

Einstaklega hnyttið og fyndið og greinilega auðvelt að finna leiðir til þess að styrkja sig og æfa heima fyrir!

View this post on Instagram

Rebel Fitness onboard Mrs L. #monaco🇮🇩

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson) on Sep 27, 2020 at 6:22am PDTmbl.is