Mikið af nýju efni á Netflix

Ljósmynd: Unsplash/JESHOOTS.COM

Mikið af áhugaverðu sjónvarpsefni er væntanlegt á Netflix og aðrar streymisveitur á næstunni en bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.

Kvikmyndir og þættir sem komu út 14. október:

The Bachelorette 16 þáttaröðin:

Kvikmyndir og þættir sem koma út 15. október:

Riviera, Season 3  Sky Atlantic:

Frá leikstjóranum Neil Jordan og með Juliu Stiles í aðalhlutverki þriðja þáttaröð af þessum hörkufínu og spennandi þáttum.

Kvikmyndir og þættir sem koma út 16. október:

La Révolution   Netflixþáttaröð:

Aðeins verið að leika sér með frönsku byltinguna og átökin þar á bak við.

Helstrom  Huluþáttaröð úr smiðju Marvel:

Daimon og Ana Helstrom eru börn óhugnanlegs fjöldamorðingja sem eltast við það versta sem mannkynið hefur upp á að bjóða.

Clouds Disney +:

Hjartnæm mynd byggð á sannri sögu unglings sem tekst á við banvænt krabbamein á lokaári sínu í framhaldsskóla og bestu vinkonu hans en bæði eru þau miklir tónlistarmenn.

The Trial of the Chicago 7  Netflix:

Friðsamleg mótmæli sem fóru úr böndunum og urðu vettvangur ofbeldis. Skipuleggjendur  voru síðan kærðir fyrir að stofna til óeirða. Handrit eftir óskarsverðlaunahafann Aaron Sorkin sem einnig leikstýrir. Stórskotalið leikara er í þessari mynd: Eddie Redmayne, Joseph Gordon Levitt, Michael Keaton, Frank Langella, Mark Rylance og Sasha Baron Cohen.

Kvikmyndir og þættir sem koma út 18. október:

Roadkill  BBC One:

Fjögurra þátta spennuröð með Hugh Laurie í hlutverki vinsæls ráðherra sem verður að verjast árásum óvildarmanna á einkalíf sitt þar sem kannski allt þolir ekki dagsljós.

Kvikmyndir og þættir sem koma út 21. október:

Rebecca  Netflixmynd:

Nýgift ungkona kemur á ættaróðal eiginmanns síns í fyrsta skipti. Þar fer enn mikið fyrir fyrrverandi eiginkonunni Rebeccu sem þó er látin. Byggt á bók Daphne Du MaurierArmie Hammer, Lily James og Kristin Scott Thomas.

My Next Guest Needs No Introduction with David Letterman 3. – Netflix:

Spjallþáttakóngurinn kemur hér með fjögur viðtöl: Kim Kardashian West, Robert Downey Jr., Dave Chappelle og Lizzo.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist