Lærðu að koma hlutunum í verk

Ljósmynd: Unsplash/Glenn Carstens-Peters

Pétur Einarsson ræddi við þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Kristínu Sif í morgunþættinum Ísland vaknar um námskeiðið „Getting things done“ sem hann er að halda um þessar mundir.

Námskeiðið byggir á metsölubók sem kom út fyrir tuttugu árum síðan sem margir Íslendingar hafa lesið.

Pétur Einarsson
Pétur Einarsson

„Þetta gengur út á það að koma upp einföldu kerfi utan um öll þín verkefni, þín ábyrgðarsvið og það sem þú þarft að gera og að fylgja því svo eftir. Við missum yfirsýn þegar við erum með „post it“ miða út um allt og við þurfum eitthvað einfalt kerfi sem við treystum og er öruggt,“ sagði Pétur.

Hann bætir því svo við að: „Við erum að nota hausinn allt of mikið til þess að muna hlutina, við eigum ekki að nota hann til þess heldur til þess að fá góðar hugmyndir og að líða vel. Allt sem kemur upp í hausnum á okkur eigum við að skrifa niður og koma því inn í kerfið. Svo þarf að fara yfir allt daglega og vikulega. Það þýðir ekkert að setja upplýsingarnar inn í dagatalið og fara svo aldrei yfir þær,“ sagði hann.

Námskeiðið er haldið á netinu vegna heimsfaraldursins og hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðunni GTDnordic.is og á Facebook síðu þeirra.

Viðtalið við Pétur er hægt að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:  

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir