Pallaball í beinni annað kvöld

Páll Óskar slær upp Pallaballi í beinni á K100 á …
Páll Óskar slær upp Pallaballi í beinni á K100 á föstudaginn! Ólöf Erla Einarsdóttir

Í ljósi hertra samkomutakmarkana hækkar K100 í gleðinni með því að slá upp alvöru Pallaballi í beinni útsendingu föstudaginn 16. október kl. 20.00.

„Við ætlum að stilla þessu upp nákvæmlega eins og við gerðum þetta í vor. Ég verð í stúdíóinu á K100 og massa þetta bara beint framan í myndavélina,“ segir Palli. Hann mætir í stúdíó K100 vopnaður míkrófóni og flytur öll sín þekktustu lög í beinni útsendingu í hljóði og mynd.

Siggi Gunnars verður Palla til halds og trausts í útsendingunni og mun taka á móti kveðjum frá hlustendum sem eru hvattir til þess að láta í sér heyra. 

„Það var svakalega fallegt að sjá viðbrögðin frá fólki í vor. Ég sá þau auðvitað ekki fyrr en eftir að útsendingu lauk en þá var mitt „Instagramstory“ og skilaboðin á Instagram og á Facebook drekkhlaðin af litlum myndbandsbrotum af heilu fjölskyldunum að hoppa og öskra og syngja með sjónvarpinu,“ segir Páll.

Hlustaðu í útvarpinu eða fylgstu með í beinu streymi á k100.is eða á rás 9 í sjónvarpi Símans.

Ekki missa af Pallaballi í beinni, föstudaginn 16. október kl. 20.00 á K100.

mbl.is