Matthew McConaughey versti kyssarinn

Stjörnufréttir Evu Ruza:

Matthew McConaughey fær aldeilis á baukinn hjá Kate Hudson, en hún segir að hann hafi verið versti „on screen“-kossinn og af einhverjum ástæðum frussuðust horslettur yfir hana frá honum.

Ekki eins rómó og maður hélt! Kate sagði frá þessu í hlaðvarpinu hjá Gwyneth Paltrow og lét það flakka að hún hefði verið frekar óheppin með mótleikara sína og kossana sem hún hefur deilt með þeim í gegnum tíðina.

Hún sagði einnig frá því að þegar hún þurfti að kyssa Robert Downey Jr. hefði sér liðið eins og hún væri að kela við bróður sinn, því þau eru miklir vinir.

Já, það er ekki tekið út með sældinni þetta eintóma kelerí í bíómyndum. Horslettur og systkinafílingur!

mbl.is